1/27/2009

Vantar herra í klippingu!

Hæhæ, vantar ekki einhvern fría klippingu á föstudaginn? Vantar svo módel... Endilega láta vita ef þið vitið um einhvern! Og svo vantar mig SLATTA af permanent módelum, hægt að fá bara liði eða krullur eða hvað sem er;) Endilega verið í bandi;)

...OG BY THE WAY! ÉG er búin að laga svo að núna geta allir kommentað, og ekkert vesen að gera það! ;-)

1/03/2009

Nýtt blogg... :)

Jæja, þá er ég komin með nýtt blogg.. Var bara orðin svo leið á blog.is, svo brösulegt að setja inn myndir og svona...

En, nú fer skólinn að fara að byrja.. Skólasetning er á miðvikudaginn og í þetta skipti hef ég ákveðið að hætta að treysta á þennan blessaða Iðnskóla í Rvk og fara í Hafnafjörðinn frekar.. :) Hlakka mjög mikið til að fara að byrja aftur og klára þetta!

...Ég er búin að hafa það gott um jólin, borðaði góðan mat hjá tengdó, opnaði pakkana heima og var rosalega ánægð með allt sem ég fékk;).. fór á ball 27. des með Lovísu, Kareni og Andreu, það var geggjað stuð, mikið grín og mikið gaman, fórum fyrst í stelpupartí til Laufeyjar og þar var mikið af skemmtilegum stelpum;)..

Svo 29. byrjar þessi líka ógeðslega pest að koma sér fyrir í mér, hálsbólga og hiti og beinverki o.s.f.v. alveg ,,æði"! Og ég er enn jafn slæm núna, fór til læknis í gær og ég er víst með barkabólgu og sýkingu í vörunum sem smitar hálsinn svo að það er eins og ég sé með gólfkúlu fasta í hálsinu, ekki mjög auðvelt að tala eða anda! Hehe, en þetta fer nú að lagast hugsa ég... En þar sem ég var orðin lasin á áramótunum þá gerði ég nú ekki mikið en það var samt gaman;) Ég, Selma og Þóra Margrét elduðum þessa líka dýrindismáltíð (Hamborgarhrygg) og allt mögulegt með því, heppnaðist fullkomlega allt og að sjálfsögðu fengu svo karlarnir að ganga frá, hehe! Svo horfðum við á skaupið, sem mér fannst GLATAÐ!! Lélegasta hingað til, en það er bara mín skoðun... Svo við horfðum frekar á ,,Pabbann" bara, sem er mjög skemmtilegur! ;-) Svo kom nýja árið og við Raggi tókum bara smá göngutúr með hana Tínu okkar sem er orðinn 4 mánaða, stór og flott stelpa;) Og fórum svo að spila Pictonary fram til rúmlega 4, mjög gaman:) ;)

Ég kem til með að auglýsa mikið eftir módelum á næstu önn, og fer það fram á þessari síðu hér, svo að nú er um að gera að fara að fylgjast með... Ekki slæmt að redda sér frírri litun, strípum, klippingu, lagningu, permó eða hvaðeina svona á krepputímum;) Megið líka panta að vera módel hjá mér fyrirfram, skrifið bara í komment;) En jæja, þangað til næst segi ég bara bless og gleðilegt nýtt ár!! :) :****